1. Afsláttur ÓB-frelsis
ÓB-frelsiskortið er fyrirfram greitt kort sem veitir þér aukalegan afslátt upp á 3 krónur á hvern bensín og dísellítra sem þú kaupir með ÓB-frelsi. Þessi upphæð dregs frá hinu eldsneytisverði sem jafnan er á ÓB-stöðvunum.
2. Lykilnúmer á vefsíðu
Þegar þú sækir um ÓB-frelsiskort velurðu þér lykilorð. Lykilorðið notar þú síðan til að skrá þig inn á þitt svæði á vefsíðu ÓB, www.ob.is. Hægt er að smella á „Stillingar“ og þar getur þú breytt lykilorði og öðrum upplýsingum ef þörf er á.
3. Að leggja inn á ÓB-frelsi
Til að fylla á kortið velur þú Áfylling hér á www.ob.is.
Nú er hægt að leggja inn á ÓB frelsi með AB-Gíró í heimabankanum. Hér er hægt að nálgast leiðbeiningar eftir heimabönkum:
4. Inneign komin inn
Þegar lagt er inn á frelsiskortið færist upphæðin samstundis inn á reikninginn þannig að þú getur farið beina leið á næstu ÓB-stöð og fyllt á bílinn.
5. Að sækja um ÓB-frelsi
Hægt er að sækja um ÓB-frelsi á vefsíðu ÓB, www.ob.is. Aðeins þarf að slá inn umbeðnar upplýsingar – og kortið verður sent í pósti innan nokkurra daga.
6. Pin-númer
Þegar kortið er notað er ekki ætlast til pin-númer sé notað. Ef sjálfsalinn biður um pin-númer þarf að slá inn númerið 1234.
7. Yfirlit
Til að fá yfirlit yfir stöðuna geturðu farið inn á www.ob.is – hvenær sem er, með því að slá inn kortanúmerið.
8. Glatað kort
Ef kort glatast skaltu tilkynna það strax í síma: 525 2211 og 525 2200.