ÓB-frelsi - Skilmálar

Viðskiptaskilmálar ÓB-frelsiskorts

1. Umsókn og útgáfa ÓB-frelsiskorts
Skrifstofa Olíuverslunar Íslands, Höfðatún 2, 105 Reykjavík, gefur út ÓB-frelsiskort fyrir hönd ÓB ódýrt bensín. Til þess að unnt sé að afgreiða umsókn áskilur ÓB ódýrt bensín sér rétt til þess að afla nauðsynlegra upplýsinga um umsækjanda og áskilur sér um leið rétt til að hafna umsókn.

2. Samþykki
Korthafi skal kynna sér vandlega viðskiptaskilmála ÓB-frelsiskorts. Þegar umsækjandi setur nafn sitt undir umsókn um ÓB-frelsiskort samþykkir hann að fara í einu og öllu að skilmálum kortsins.

3. Almenn notkun
ÓB-frelsiskort er ætlað til úttektar í sjálfsölum ÓB ódýrt bensín. Korthafi skuldbindur sig til að geyma kort þannig að utanaðkomandi hafi ekki aðgang að því, enda er skráður handhafi kortsins ábyrgur fyrir öllum úttektum á kortið.

4. Yfirlit
Yfirlitið er aðgengilegt á vefsíðu ÓB, www.ob.is/frelsi/faersluyfirlit.

5. Glatað kort
Glati korthafi korti sínu skal hann tilkynna það án tafar til skrifstofu ÓB ódýrt bensín, sem gerir strax ráðstafanir til að loka fyrir frekari úttekt á kortið. Korthafi er ekki ábyrgur fyrir úttektum á kortið hafi hann staðið rétt að tilkynningu um hvarf þess. Sérstök athygli skal vakin á því að fullnægi korthafi ekki tilkynningarskyldu varðandi hvarf kortsins, ber korthafi fulla ábyrgð á úttektum. Kort sem tilkynnt hefur verið glatað er strax afskráð og þar með óheimilt að nota það. Korthafa, sem hefur tapað korti sínu, skal afhent nýtt kort eigi síðar en 5 virkum dögum eftir að tilkynning um glatað kort hefur formlega borist til skrifstofu ÓB ódýrt bensín.

6. Afturköllun eða ógilding korts
ÓB-frelsiskortið er eign ÓB ódýrt bensín og getur félagið því fyrirvaralaust afturkallað kortið. Korthafa er með öllu óheimilt að nota kort sem hefur verið afturkallað.

7. Breytingar á skilmálum
ÓB ódýrt bensín áskilur sér fullan rétt til að breyta ákvæðum þessara viðskiptaskilmála, enda verði korthafa tilkynnt um það á viðeigandi máta. Noti korthafi kortið eftir breytinguna verður litið svo á að hann hafi samþykkt hina breyttu skilmála. Sætti korthafi sig ekki við breytta skilmála, getur hann sagt sig úr kortaviðskiptunum með því að skila kortinu sundurklipptu til skrifstofu Olíuverslunar Íslands.

8. Eingöngu bensín og dísel
Inneign á ÓB-frelsiskorti fæst einungis afgreidd í formi bensín eða dísel.

9. Slit á viðskiptasambandi
Kjósi korthafi að hætta viðskiptum við ÓB ódýrt bensín skal hann tilkynna það formlega til ÓB ódýrt bensín og jafnframt skal hann skila kortinu sundurklipptu til skrifstofu Olíuverslunar Íslands. Sé það ekki gert gæti það skapað korthafa fébótaábyrgð.

10. Fyrningarfrestur inneignar
Líði lengri tími en tvö ár frá úttekt á ÓB-frelsiskort er litið svo á að viðskiptasamband sé ekki lengur til staðar. Þá verður kortinu lokað og inneign, ef einhver er fyrnist.

11. Breytingar á aðsetri
Korthafi skal tilkynna aðsetursbreytingar til skrifstofu ÓB ódýrt bensín jafnskjótt og mögulegt er til að tryggja tryggja að upplýsingar berist honum eftir eðlilegum leiðum.

12. Upplýsingar
Þegar sótt er um ÓB-frelsiskort skal gefa upp GSM-númer og netfang. ÓB ódýrt bensín áskilur sér rétt til að nota upplýsingarnar til að senda korthafa upplýsingar um tilboð sem í gangi eru ÓB-stöðvunum og annað markvert hjá ÓB. Upplýsingar eru aðeins notaðar fyrir ÓB ódýrt bensín.

13. Ágreiningsefni
Rísi ágreiningur milli aðila um efni þessa samnings eða vegna brota á skilmálum, efndir hans eða annað sem tilgreint er í samningnum eru aðilar sammála um að mál megi reka fyrir héraðsdómi Reykjavíkur skv. ákvæðum laga nr. 91/1991.

14. Gildistími
Skilmálar þessir gilda frá 1. janúar 2012.