Viðskiptaskilmálar ÓB lykla
1.1 | ÓB hefur umsjón með útgáfu ÓB lykla og skulu lyklarnir ávallt vera eign ÓB. |
1.2 | Meðferð og notkun ÓB lykils er alfarið á ábyrgð skráðs handhafa lykilsins. |
1.3 | Væntanlegum handhafa lykils ber að kynna sér vandleg viðskiptaskilmála þessa. |
1.4 | Í umsóknarferli ÓB lykilsins er óskað eftir bæði netfangi og símanúmeri. Gegn samþykki nýtir ÓB áðurnefndar upplýsingar til að senda skráðum viðskiptavinum ÓB lykilsins SMS og tölvupóst um tilboð eða annað kynningarefni sem viðskiptavinurinn hefur hag á. Viðskiptavinir geta afturkallað samþykki sitt fyrir að fá slík SMS eða tölvupóst hvenær sem er inni á mínum síðum ÓB, með því að senda tölvupóst til kort@ob.is eða hringja í 515 1141 . |
2.1 | Sé ÓB lykill tengdur viðskiptakorti Olís/ÓB áskilur ÓB sér rétt til að loka og/eða afturkalla ÓB lykli fyrirvaralaust ef um misnotkun eða vanskil er að ræða. |
2.2 | Skráður handhafi ÓB lykils skuldbindur sig til að greiða að fullu allar þær úttektir sem framkvæmdar eru með ÓB lykli. |
2.3 | Handhafi lykils skuldbindur sig til að fara ekki umfram heimiluð úttektarmörk á hverjum tíma. |
3.1 | Úttektir sem gerðar eru með ÓB lykli eru innheimtar með færslu um kortareikning þess korts sem ÓB lykillinn er tengdur við. |
3.2 | Um úttekt gilda reglur og skilmálar um ÓB lykla eins og þær eru á hverjum tíma. |
4.1 | Glati handhafi ÓB lyklinum skal tilkynna það strax í neyðarnúmer þess greiðslukorts sem ÓB lykillinn er tengdur. Jafnframt skal tilkynna það strax í neyðarnúmer ÓB sem kemur fram á www.ob.is. |
4.2 | Mikilvægt er að hafa kortið ætið handhægt svo tilkynna megi um glataðan ÓB lykil eins fljót og hægt er. |
4.3 | Handhafi lykils skuldbindur sig til að varðveita lykil þannig að óviðkomandi komist ekki yfir hann. |
4.4 | Handhafi lykils ber fulla ábyrgð á úttektum með glötuðum lykli þar til tilkynningarskyldu er fullnægt. |
5.1 | ÓB hefur heimild til að breyta ákvæðum þessara viðskiptaskilmála enda verði handhafa lykils tilkynnt um það. Litið er svo á, að handhafi lykils hafi samþykkt breytinguna ef hann notar lykilinn eftir að tilkynning um breytingu hefur borist honum. |
5.2 | Afhending nýrra viðskiptaskilmála í almennum pósti og/eða með birtingu á heimasíðu ÓB (www.ob.is) telst nægileg tilkynning samkvæmt framansögðu. |
6.1 | Risi mál vegna brota á skilmálum þessum má reka það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Sama á við um innheimtumál sem rekin eru vegna úttekta með ÓB lykli. |