Um okkur

Fyrsta sjálfsafgreiðslustöð ÓB var opnuð við Fjarðarkaup í Hafnarfirði árið 1996. Fjöldi stöðva er nú víðs vegar um landið. ÓB-stöðvarnar eru reknar af Olís ehf. sem er ábyrgt fyrir því að rekstur stöðvanna sé í samræmi við reglugerðir og skilyrði.

Markmiðið ÓB er að fjölga valkostum í eldsneytissölu á Íslandi en jafnframt að koma til móts við óskir viðskiptavina sem gjarnan vilja dæla sjálfir gegn lægra verði.

Allar fyrirspurnir varðandi ÓB frelsi og ÓB lykil skulu sendar til kortadeildar ÓB: kort@ob.is eða lykill@ob.is. Einnig bendum við á símanúmer kortadeildar sem er 515 1141.

Fyrirspurnir varðandi frávik (bilanir og annað) utan skrifstofutíma verður vísað til þjónustufulltrúa.