Vildarkerfi

Icelandair Saga Club

Til að safna Vildarpunktum hjá ÓB þarftu að vera skráður í Icelandair Saga Club.

Til að safna Vildarpunktum Icelandair með ÓB lyklinum þarf að hafa hann tengdan Visa Icelandair, American express vildarkorti eða Einstaklingskorti Olís.

Mundu eftir Sagakortinu þínu
Viðskiptavinir sem ekki eru handhafar Vildarkorts Visa, American Express eða með Olís kort geta líka safnað Vildarpunktum. Það eina sem þú þarft að gera er að stinga Sagakortinu þínu í kortalesarann áður en þú greiðir. (Ekki er hægt að nota Saga kortið samhliða ÓB lyklinum) Ef kortið þitt er glatað getur þú endurnýjað Sagakortið þitt með því að hringja í síma 50 50 100. Þú færð síðan kortið sent heim og getur strax byrjað að safna Vildarpunktum.

Smelltu hér til að sjá hvernig þú getur notað Vildarpunkta Icelandair Saga Club.

Vildarpunktar Icelandair eru 1,5% af veltu og koma til viðbótar við annan afslátt. Saga Club félagar fá 15 Vildarpunkta fyrir hverjar 1.000 krónur á öllum Olís- og ÓB-stöðvum.

Ekki er hægt að safna Vildarpunktum með ÓB-frelsiAukakrónur

Notkun á Aukakrónum sjálfvirk millifærsla
Einu sinni í mánuði, 3-4 virkum dögum eftir gjalddaga Visakortsins færast uppsafnaðar Aukakrónur mánaðarins inn á úttektarkortið þitt og eru þar með aðgengilegar og tilbúnar til notkunar hjá samstarfsaðilum. Flestir nýta sér þessa leið.
 

Handvirk millifærsla
Þú getur stýrt inneigninni á Aukakrónu úttektarkortinu á hverjum tíma og þegar þú vilt nýta uppsafnaðar Aukakrónur hleður þú þeim einfaldlega inn á úttektakortið í netbankanum og notar það síðan hjá þeim samstarfsaðilum sem þér hentar.

Ef þessi leið er farin þarf að skrá úttektarkortið úr sjálfvirkri millifærslu í netbankanum eða með símtali í Ráðgjafa- og þjónustuver.

Nánari upplýsingar http://www.landsbankinn.is/einstaklingar/vildarthjonusta/aukakronur/